Jack Wilshere gæti spilað um helgina

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal gæti verið klár um helgina þegar Arsenal mætir Bournemouth.

Liðin mætast á sunnudaginn næsta klukkan 13:30 en Wilshere meiddst á ökkla í vikunni gegn Chelsea.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Wilshere þurfti að yfirgefa völlinn eftir um klukkutíma leik.

Hann hefur verið öflugur í undanförnum leikjum með Arsenal og hefur hann unnið sér inn fast sæti í byrjunarliðinu með frammistöðu sinni.

Wilshere hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og því reiknuðu margir með því að hann yrði frá í einhvern tíma eftir meiðslin gegn Chelsea.


desktop