Jafnt hjá Brighton og Stoke í hörkuleik

Brighton tók á móti Stoke í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Eric Choupo-Moting kom Stoke yfir strax á 28. mínútu áður en Pascal Gross jafnaði metin fyrir heimamenn á 44. mínútu.

Kurt Zouma kom svo Stoke yfir með síðustu snertingu fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 í leikhléi.

Það var svo Jose Izquierdo sem jafnaði metin fyrir Brighton á 60. mínútu og lokatölur því 2-2.

Brighton er áfram í níunda sæti deildarinnar með 16 stig en Stoke er í því fimmtánda með 13 stig.


desktop