Joe Gomez virðist vera sammála því að Lovren sé slakur

Joe Gomez varnarmaður Liverpool var rekinn af velli í 2-2 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeildinni í gær.

Gomez fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma og missir af næsta leik liðsins.

Eftir leik sendi Gomez stuðningsmönnum Liverpool skilaboð á Instagram og þakkaði stuðninginn.

Nokkrir stuðningsmenn Liverpool voru pirraðir eftir leik og voru margir ósáttir með Dejan Lovren.

Margir stuðningsmenn Liverpool telja að hann sé stærsta vandamál liðsins þegar kemur að varnarleiknum.

Einn skiraði. ,,Getur þú byrjað að spilað sem miðvörður, ég get ekki meira af Lovren þarna.“

Þessa færslu líkaði Gomez við sem bendir til þess að hann sé sammála kappanum. Mynd af þessu er hér að neðan.


desktop