Joe Hart fer í læknisskoðun á morgun

Joe Hart fer í læknisskoðun hjá West Ham á morgun en Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Hart mun skrifa undir samning við West Ham á morgun en hann kemur til liðsins frá Manchester City.

Hart var lengi aðalmarkvörður City en eftir komu Pep Guardiola þá var ekkert pláss fyrir Englendinginn.

Hart var lánaður til Torino á Ítalíu á síðustu leiktíð og er ennþá aðalmarkvörður enska landsliðsins.

Hart mun ganga í raðir West Ham á lánssamningi út næstu leiktíð.


desktop