Jóhann Berg lagði upp sigurmark – Tottenham með stórsigur

Burnley vann 1-0 sigur á Watford sem var manni færri stóran hluta leiksins í ensku úrvalsdeildini í dag.

Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem lagði upp markið en það kom undir lok fyrri hálfleiks.

Kantmaðurinn knái var þarna að leggja upp sitt fimma mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Meira:
Myndir: Stuðningsmenn Burnley elska íslenska spilið Beint í mark

Tottenha vann 5-1 sigur á Stoke á Wembley þar sem Harry Kane skoraði tvö mörk, mikilvægur sigur fyrir Spurs sem hafði ekki gert góða hluti í síðustu leikjum.

Jermain Defoe skoraði tvö fyrir Bournemouth í jafntefli gegn Crystal Palace.

Úrslit dagsins eru hér að neðan.

Burnley 1 – 0 Watford:
1-0 Scott Arfield

Crystal Palace 2 – 2 Bournemouth:
0-1 Jermain Defoe
1-1 Luka Milivojević (Vítaspyrna)
2-1 Scott Dann
2-2 Jermain Defoe

Huddersfield 2 – 0 Brighton:
1-0 Steve Mounié
2-0 Steve Mounié

Swansea 1 – 0 West Brom:
1-0 Wilfried Bony

Tottenham 5 – 1 Stoke:
1-0 Ryan Shawcross (Sjálfsmark)
2-0 Heung-Min Son
3-0 Harry Kane
4-0 Harry Kane
5-0 Christian Eriksen
5-1 Ryan Shawcross


desktop