Jóhann Berg lagði upp sigurmarkið gegn Gylfa

Það var hart tekist á þegar Everton heimsótti Burnley í ensku úrvlsdeildinni í dag, um var að ræða fyrsat leik helgarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley og sömu sögu er að segja af Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Everton.

Cenk Tosun sem Everton keypti í janúar kom liðinu yfir eftir tuttugu mínútna leik en hann hefur ekki verið að spila vel.

Burnley sótti í sig veðrið í síðari hálfleik og Ashley Barnes jafnaði leikinn fyrir heimamenn.

Það var svo þegar tíu mínútur voru eftir sem Jóhann Berg Guðmundsson teiknaði boltann á pönnuna á Chris Wood eftir hornspyrnu. Framherjinn sem kom inn í hálfleik skallaði hornspyrnu Jóhanns í netið.

Gylfi Þór var tekinn af velli þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum en hann fékk gott færi skömmu fyrir mark Burnley til að skora og koma Everton yfir.

Sigurinn kemur Burnley í 40 stig en liðið er með sex stigum meira en Everton. Burnley er í sjöunda sæti en Everton í því níunda.


desktop