Jóhann Berg skoraði í dramatískum sigri Liverpool

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn þegar Liverpool heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var fremur bragðdaufur en Liverpool var án Mohamed Salah og Philippe Coutinho vegna meiðsla.

Sadio Mane kom Liverpool og allt stefndi í sigur Liverpool þegar Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði á 88 mínútu leiksins.

Jóhann mætti á fjærstöng og skallaði knöttinn í netið, frábærlega gert hjá pilti og hans fyrsta mark í deildinni í ár.

Liverpool svaraði hins vegar fyrir sig undir lok leiksins þar sem Ragnar KLavan skoraði sigurmarkið.

Newcastle vann góðan sigur á Stoke og er verulega heitt undir Mark Hughes í starfi. Leicester kláraði svo Huddersfield sannfærand.

Úrslit og markaskorarar dagsins eru hér að neðan.

Burnley 1 – 2 Liverpoo:
0-1 Sadio Mane
1-1 Jóhann Berg Guðmundsson
1-2 Ragnar Klavan

Stoke 0 – 1 Newcastle:
0-1 Ayoze Perez

Leicester 3 – 0 Huddersfield:
1-0 Riyad Mahrez
2-0 Islam Slimani
3-0 Marc Albrighton


desktop