,,Jóhann er að sýna sínar bestu hliðar með Burnley“

,,Jóhann er að sýna sínar bestu hliðar með Burnley þessa stundina,“ segir í umfjöllun Telegraph um Jóhann Berg Guðmundsson kantmann Burnley.

Jóhann hefur verið að spila vel síðustu vikur og hefur byrjað 12 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Jóhann var öflugur í 1-0 sigri á Watford um helgina og var óheppinn að skora ekki.

,,Hann hefði getað skorað annað mark sitt fyrir félagið en Gomes varði í tvígang frábærlega í marki Watford.“

Þrátt fyrir að hafa ekki skorað á tímabilinu þá hefur Jóhann lagt upp fimm mörk.

,,Hann hefur lagt upp fimm mörk og sýndi gjörsamlega frábæra taka í fyrri hálfleik,“ segir í umfjöllun Telegraph sem valdi Jóhann besta mann vallarins með 8 í einkunn.


desktop