Jón Daði á skotskónum í jafntefli Reading – Birkir Bjarna ónotaður varamaður

Fjöldi leikja fór fram í ensku Championship deildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading í dag sem gerði 3-3 jafntefli við Derby en Jón Daði skoraði jöfnunarmark Reading á 80. mínútu og niðurstaðan því 3-3 jafntefli.

Þá var Birkir Bjarnason ónotaður varamaður í 4-2 sigri Aston Villa á Sheffield Wednesday.

Reading er sem fyrr í átjánda sæti deildarinnar með 34 stig, fjórum stigum frá fallsæti en Aston Villa er komið í þriðja sætið með 63 stig, einu stigi á eftir Cardiff.


desktop