Jón Daði byrjaði í slæmu tapi – Birkir fékk mínútur gegn QPR

Fjöldi leikja fór fram í ensku Championship deildinni í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Aston Villa tók á móti QPR þar sem að gestirnir unnu 3-1 sigur en Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum í kvöld en kom inná á 81. mínútu.

Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Reading sem mætti Wolves en leiknum lauk með 3-0 sigri Wolves og var Jóni Daða skipt af velli á 83. mínútu.

Aston Villa er í þriðja sæti deildarinnar með 69 stig, 7 stigum á eftir Cardiff sem er í öðru sætinu en Reading er í nítjánda sætinu með 36 stig.


desktop