Jurgen Klopp: Ég er vanur að dragast gegn Real Madrid

Liverpool tók á móti Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leiknum lauk með 7-0 sigri heimamanna.

Philippe Coutinho og Roberto Firmino skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik og staðan því 3-0 í leikhléi.

Sadio Mane, Philippe Coutinho og Mohamed Salah skoruðu svo mörk heimamanna í síðari hálfleik og lokatölur því 7-0 fyrir Liverpool.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var að vonum afar sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld.

„Það átti enginn von á því að þetta myndi gerast í kvöld. Það var allt eða ekkert hjá báðum liðum hérna í kvöld. Þeir eru með gott lið og það er erfitt að spila á móti þeim. Við byrjuðum leikinn frábærlega og þurftum aldrei að verjast eftir að hafa skorað fyrsta markið,“ sagði Klopp.

„Það hjálpar manni mikið að skora snemma í svona leik. Ég sagði mínum mönnum að halda áfram og að við hefðum lært af mistökunum sem við gerðum gegn Sevilla. Það er mjög erfitt að eiga við okkur þegar að við skiptum um gír og fáum meira pláss til að vinna með, það var gaman að horfa á liðið í kvöld.“

„Ég hef ekki yfir neinu að kvarta hérna i kvöld, þetta var allt jákvætt. Við breyttum aðeins um kerfi í kvöld og leikmennirnir stóðu sig afar vel. Mér er nokkuð sama hverja við fáum en ég er vanur að dragast gegn Real Madrid svo við sjáum til,“ sagði Klopp að lokum.


desktop