Jurgen Klopp: Það eina sem ég veit um PSG er að við getum unnið þá

Real Madrid tekur á móti PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 19:45.

Mikl eftirvænting ríkir fyrir leiknum enda ein stærsta viðureignin í 16-liða úrslitum keppninnar.

Þá mætir Liverpool portúgalska liðinu Porto á sama tíma en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool telur að hans menn geti unnið PSG ef liðin mætast í keppninni.

„Manchester City er líklegast sterkasta liðið í Evrópu um þessar mundir. Við höfum mætt þeim tvisvar og náðum að vinna þá á dögunum,“ sagði Klopp.

„PSG er öðruvísi lið en ég veit ekki mikið um þá, það eina sem ég veit er að við getum unnið þá ef við mætum þeim.“

„Þannig er það bara en það skiptir ekki máli núna, við eigum leik gegn Porto og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði hann að lokum.


desktop