Juventus í þriðja sæti yfir fæst mörg fengin á sig í stærstu deildunum

Juventus er í þriðja sæti yfir fæst mörk fengin á sig í fimm stærstu deildum Evrópu en það er Opta sem greinir frá þessu.

Juventus er sem stendur í öðru sæti ítölsku Serie A með 62 stig, einu stig á eftir Napoli sem er með 63 sig.

Aðeins Barcelona og Atletico Madrid hafa fengið á sig færri mörk en Börsungar sitja á toppi spænsku deildarinnar og hafa 7 stiga forskot á Atletico sem er í öðru sætinu.

Juventus tekur á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og því ljóst að það gæti reynst þrautinni þyngri fyrir gestina að skora.

Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.


desktop