Kane nær HM líkt og Gylfi

Harry Kane framherji Tottenham verður frá næstu vikurnar en ekki eins lengi og margir höfðu óttast.

Kane meiddist á ökkla í sigri Tottenham á Bournemouth um helgina.

Kane hefur talsvert glímt við meiðsli á ökkla en Tottenham segir að hann byrji aftur að æfa í apríl.

Kane nær því síðustu leikjum Tottenham á tímabilinu en liðið berst um Meistaradeildarsæti.

Framherjinn verður svo í fullu fjöri þegar England hefur leik á HM í Rússlandi en þar er mikil ábyrgð á hans herðum.

Fyrr í dag var greint frá því að Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton yrði frá í 6-8 vikur en yrði klár í slaginn á HM.


desktop