Kane sá fyrsti til að skora hjá Juventus á þessu ári

Juventus og Tottenham eigast nú við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er staðan 2-1 fyrir heimamenn þegar fyrri hálfleik er að ljúka.

Það var Gonzalo Higuain sem kom Juventus yfir strax á 1. mínútu eftir hrikalegan varnarleik hjá gestunum.

Hann var svo aftur á ferðinni á 7. mínútu þegar hann skorað örugglega úr vítaspyrnu og staðan því 2-0 fyrir Juventus.

Harry Kane minnkaði muninn fyrir Tottenham á 35.mínútu og staðan því 2-1 í hálfleik.

Þetta var fyrsta markið sem Juventus fær á sig á árinu en Kane hefur nú skorað 33 mörk á leiktíðinni.


desktop