Kane: Væri heimskulegt að fara

Harry Kane, leikmaður Tottenham, segir að það væri heimskulegt af liðsfélögum sínum að fara annað þessa stundina.

Kane hefur mikla trú á því sem er í gangi hjá félaginu og hvetur félaga sína til að vera um kyrrt.

,,Það kæmi mér mjög mikið á óvart ef einhver af mínum liðsfélögum myndi fara núna,“ sagði Kane.

,,Það er eitthvað í gangi hérna, við þurfum bara eitt auka skref til að vinna titla. Það væri heimskulegt að fara núna.“


desktop