Karius mun standa vaktina í marki Liverpool í kvöld

Loris Karius markvörður Liverpool mun standa vaktina í markinu hjá liðinu gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld.

Karius stóð vaktina í marki Liverpool í 4-0 sigri á Arsenal á dögunum.

Simon Mignolet markvörður liðsins stóð svo vaktina í markinu í 5-0 tapi gegn Manchester City um helgina.

Karius fær traustið í kvöld en Jurgen Klopp segir hann ekki vera númer eitt.

,,Ef það gerist ekkert fyrir leik þá er Loris í markinu, það segir ekkert um það að hann sé númer eitt,“
sagði Klopp.

,,Ef þeir æfa ekki vel þá eiga þeir ekki skilið að spila en þeir eru báðir að æfa mjög vel þessa dagana.“


desktop