Kaupir Guardiola þessa þrjá í upphafi sumars?

Enskir fjölmiðlar fjalla um það að Pep Guardiola sé byrjaður að plana hvaða leikmenn hann kaupir í sumar.

Sagt er að City sé langt komið með að kaupa Fred miðjumann Shaktar Donetsk.

Guardiola hefur lengi fylgst með honum en Fred er 24 ára gamall og mun kosta 50 milljónir punda.

Þá er sagt að Guardiola sé að kaupa tvo unga og efnilega leikmenn.

Fyrst má nefna Philippe Sandler unglingalandsliðsmann Hollands frá PEC Zwolle en hann hefur spilað 21 leik í hollensku úrvalsdeildinni og er 21 árs gamall. Um er að ræða varnarmann.

Þá er Claudio Gomes 17 ára miðjumaður hjá PSG sagður á óskalista Guardiola en hann er í unglingaliði félagsins.


desktop