Keane og ungur og öflugur framherji sagðir á óskalista Klopp

Michael Keane miðvörður Burnley gæti orðið einn allra eftirsóttasti bitinn á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Þessi öflugi miðvörður hefur vakið áhuga fjölda liða en Everton og Leicester hafa reynt að kaupa hann án árangurs.

Keane ólst upp hjá Manchester United en Louis van Gaal taldi sig ekki hafa not fyrir hann og seldi Burnley hann.

Síðan þá hefur Keane stigið upp og stimplað sig inn sem einn besti miðvörður deildarinnar á þessu tímabili.

Í dag berast fréttir af því að Jurgen Klopp hafi hrifist af spilamennsku Keane og skoði að að kaupa hann til Liverpool í sumar. Fyrir er vitað að Everton og Leicester muni reyna aftur að kaupa hann í sumar og Keane hefur einnig verið orðaður við Manchester.

Einnig eru sagðir fréttir af því í dag að Klopp horfi til Timo Werner framherja RB Leipzig í Þýskalandi sem hefur skorað 14 mörk í 24 leikjum. Werner og Leizpig hafa vakið gríðarlega athygli á þessu tímabili fyrir vaska framögngu.


desktop