Kieron Dyer var misnotaður kynferðislega – Joey Barton á stóran þátt í bata hans

Kieron Dyer, fyrrum leikmaður Newcastle og West Ham lagði skóna á hilluna árið 2013 en hann er að gefa út afar áhugaverða ævisögu.

Hann er uppalinn hjá Ipswich og náði að spila 33 landsleiki fyrir England á árunum 1999 til ársins 2007.

Þrátt fyrir það náði ferill hans aldrei þeim hæðum sem reiknað var með en hann var þekktur vandræðagemsi á sínum tíma og átti það til að stela fyrirsögnunum fyrir hegðun sína utan vallar.

Í ævisögunni sem er að koma út greinir hann frá því að hann hafi verið misnotaður kynferðislega í æsku og að það hafi haft stór og slæm áhrif á líf hans.

„Þegar að ég um 11 ára gamall þá gisti ég mikið hjá ömmu minni þar sem að móðir mín vann kvöldvaktir og morgunvaktir. Amma mín og afi voru skilin og því var mikið um gestagang hjá ömmu, frændur mínir voru mikið þarna og þá bjó bróðir hennar ömmu, Kenny þarna líka,“ sagði Dyer.

„Þegar að ég var yngri þá var ég afar hrifinn af gallabuxum. Ég sofnaði oft í kjöltunni á móður minni þegar að hún var í þannig buxum, það var eitthvað við áferðina á þeim. Í eitt skiptið sofnaði ég í kjöltu Kenny en hann var einmitt í gallabuxum þetta kvöld.“

„Ég vakna svo við það að hann er kominn með hendurnar niður í buxurnar hjá mér. Ég fraus algjörlega og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Kenny áttaði sig á því að ég var vaknaður og hann reyndi að sussa á mig og tala mig til.“

„Hann bað um að fá að klára það sem hann var að gera, hann var í einhversskonar vímu. Hann lofaði mér gulli og grænum skógum. Hann togaði buxurnar niður og reyndi að veita mér munnmök. Ég vissi að hann var að gera eitthvað mjög rangt en ég gat ekki gert neitt, ég var frosinn.“

„Að lokum tókst mér að ýta honum frá mér og girða mig. Hann bað mig vinsamlegast um að segja ekki frá því sem hafði gerst og að þetta myndi verða okkar leyndarmál.“

Árið 2011 spilaði Dyer með Joey Barton hjá QPR en Peter Kay, íþróttasálfræðingur mætti einn daginn á æfingasvæðið til þess að ræða við leikmenn og hvatti Barton hann til þess að fara.

„Ef ég hefði ekki opnað mig fyrir Peter Kay þá hefði ég endaði einn í lífinu einn daginn. Ég hefði ýtt öllum í burtu frá mér. Allir ástvinir mínir hefðu yfirgefið mig. Ég vildi aldrei sýna aumur á mér og ýtti þess vegna öllum frá mér,“ sagði Dyer.

„Ég vissi ekki hver ég var orðinn. Ég hélt að manneskjan sem hleypti engum að sér og ýttu öllum frá sér væri bara eðli mitt sem manneskja. Eftir að hafa rætt við Peter Kay þá áttaði ég mig á því að ég var manneskja sem hafði orðið fyrir misnotkun og að þessi misnotkun hefði markað líf mitt og haft stór áhrif á mig.“

„Ég á Joey Barton og Peter Kay mikið að þakka, þeir björguðu lífi mínu ef svo má segja og ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag án þeirra,“ sagði hann að lokum.


desktop