Klopp ætlar að treysta á Loris Karius í Meistaradeildinni

Loris Karius mun standa á milli stanganna hjá Liverpool á morgun þegar liðið tekur á móti Sevilla í Meistaradeild Evrópu.

Þetta staðfesti Jurgen Klopp á blaðamannafundi í dag en Simon Mignolet hefur verið aðalmarkmaður liðsins í upphafi tímabilsins.

Karius var í byrjunarliði Liverpool gegn Arsenal á dögunum og gerði lítið í þeim leik til þess að heilla stuðningsmenn Liverpool.

„Ég hef tekið mína ákvörðun og ég hef rætt hana við strákana. Ef ekkert breytist í ótt þá mun Loris byrja þennan leik á morgun, þannig verður það.“

„Ég hef sagt það áður og segi það aftur að Simon er markmaður númer eitt en fyrir mér gengur það ekki upp að hann spili alla leiki liðsins á þessari leiktíð, þótt hann sé númer eitt.“

„Ef hinir markmenn hópsins væru að æfa illa væri þessi ákvörðun auðveld en sannleikurinn er sá að þeir hafa báðir, Loris og Danny, staðið sig mjög vel á æfingum fyrir okkur.“


desktop