Klopp ætlar að vera með veskið á lofti í sumar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool ætlar sér að taka upp veskið í sumar og styrkja hóp sinn hressilega.

Klopp vantar aukna breidd en leikmannahópur Liverpool er í minni kantinum.

Nú vill Klopp stækka hann enda sæti í Evrópudeildinni tryggt að ári og allar líkur á að Meistaradeildarsætið komi um helgina.

,,Við verðum að sjálfsögðu að bæta hópinn okkar í sumar og fá inn gæðaleikmenn, þú getur samt séð að að það verður mjög erfitt því við erum með mjög góða leikmenn fyrir,“ sagði Klopp.

,,Það eru ekki veikleikar hérna, við viljum samt bæta hópinn og verðum betri á næsta ári.“

,,Við þurfum fleiri leikmenn, við verðum í Evrópu og við þurfum fleiri leikmenn. Það vantar breidd og við munum hafa hana.“


desktop