Klopp er búinn að finna manninn sem á að taka við af sér

Jurgen Klopp stjóri Liverpool vonast til þess að Steven Gerrard verði knattspyrnustjóri Liverpool á eftir sér.

Gerrard er byrjaður að þjálfa unglingalið Liverpool til að sækja sér reynslu.

Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool og ein mesta goðsögnin í sögu félagsins ætlar sér stóra hluti í þjálfun.

,,Það er fullkomið að gera haft Steven með okkur hérna, magnaður náungi,“ sagði Klopp.

,,Ég sagði honum að þegar ég fer eða félagið rekur mig að þá myndi ég elska það ef hann myndi taka við, ég vel samt ekik eftirmann minn.“

,,Ég geri allt sem ég get til að gefa honum allar þær upplýsingar sem hann þarf.“


desktop