Klopp er konungur stórleikjanna

Þegar kemur að því að ná í stig gegn stóru strákunum er ekki neinn betri en Jurgen Klopp í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp hefur stýrt Liverpool í tvö ár og farið í 20 leiki gegn fimm stærstu liðum Englands.

Í þessum 20 leikjum hefur Klopp sótt 36 stig sem er átta stigum meira en Chelsea hefur sótt í 21 leik.

Arsenal er slakasta liðið í toppleikjunum á þesssum tveimur árum og hefur bara náð í 17 stig.

Liverpoool heimsækir Manchester United á laugardag en United hefur náð í 22 stig í 17 leikjum í stjóratíð Klopp.


desktop