Klopp gagnrýnir Lovren: Harry hefði aldrei náð boltanum ef ég væri að spila

Tottenham tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Harry Kane og Heung-Min Son komu Tottenham yfir snemma leiks áður en Mohamed Salah minnkaði munn fyrir Liverpool um miðjan fyrri hálfleikinn.

Dele Alli skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og Harry Kane bætti við fjórða markinu í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur því 4-1 fyrir Tottenham.

Jurgen Klopp, stjóra Liverpool var ekki skemmt eftir leikinn enda varnarleikur liðsins hrein hörmung í dag og gagnrýndi hann Dejan Lovren, varnarmann liðsins eftir leik.

Klopp tók hann af velli eftir aðeins 30. mínútur í stöðunni 2-0 en Lovren gerði sig sekan um skelfileg mistök í öðru marki Tottenham.

„Ef ég hefði verið inná vellinum og í sömu stöðu og Lovren hefði Harry aldrei náð til boltans, svo einfalt er það,“ sagði Klopp í samtali við Sky.


desktop