Klopp gefur grænt ljós – Liverpool ætlar að reyna fá sóknarmann Real Madrid

Liverpool ætlar sér að reyna fá James Rodriguez, sóknarmann Real Madrid en það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu.

Echo er mjög vel að sér í málefnum Liverpool en félagið vill fá Rodriguez til þess að leysa Philippe Coutinho af hólmi.

Rodriguez er í dag á láni hjá Bayern Munich en það var Carlo Ancelotti sem fékk hann til félagsins síðasta sumar.

Real Madrid keypti hann af Monaco á sínum tíma fyrir metfé en Zinedine Zidane virtist ekki hafa trú á leikmanninum.

Ferillinn hjá leikmanninum hefur legið mikið niðurá við að undanförnu en Jurgen Klopp hefur gefið grænt ljós á að reyna við leikmanninn og telur sig geta gert hann aftur að þeim leikmanni sem hann var.


desktop