Klopp gegn Mourinho: Hvor hefur vinninginn?

Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í hádeginu á morgun.

Heimamenn hafa ekki farið neitt sérstaklega af stað og situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir fyrstu sjö leikina.

Manchester United er á toppnum í deildinni með 19 stig eftir fyrstu sjö leikina og þykir einna líklegasta liðið til þess að vinna ensku úrvalsdeildina í ár.

Þeir Jurgen Klopp og Jose Mourinho, stjórar liðanna hafa mæst nokkrum sinnum í gegnum tíðina og þar hefur Þjóðverjinn oftast haft betur.

Oftast hafa þeir mæst þegar að þeir voru stjórar Borissia Dortmund og Real Madrid en í ensku úrvalsdeildinni hefur Klopp einnig haft betur.

Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.


desktop