Klopp gekk út af fréttamannafundi eftir fáránlega spurningu blaðamanns

Spartak Moscow tekur á móti Liverpool í Meistaradeild Evrópu á morgun en bæði lið eru með 1 stig í E-riðli keppninnar.

Enska félagið er mætt til Rússlands og var Jurgen Klopp, stjóri liðsins mættur á fréttamannafund í dag þar sem hann svaraði spurningum blaðamanna.

Þar ræddi hann m.a um marvarðamál félagsins og staðfesti það að Loris Karius muni byrja í markinu í leiknum á morgun á kostnað Simon Mignolet.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham greindi frá því á dögunum að hann væri ástfanginn af Harry Kane, framherja liðsins og var Klopp spurður að því hvort hann væri ástfanginn af einhverjum leikmönnum Liverpool á fundinum.

„Ég er er mjög ánægður með að vera mættur á blaðamannafund fyrir leik í Meistaradeildinni og fá svona spurningu.“


„Ég er hættur að skilja um hvað þetta snýst allt saman lengur en ég elska félagið og leikmenn liðsins líka,“
sagði Klopp og gekk svo út.


desktop