Klopp hrósar Firmino mikið: Ég hefði átt erfitt með einbeitingu

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool er afar sáttur með Roberto Firmino, sóknarmann liðsins.

Firmino hefur verið magnaður í undanförnum leikjum, þrátt fyrir að hafa legið undir grun fyrir kynþáttafordóma í garð Mason Holgate.

Hann var sýknður í vikunni en Klopp segir að hann sjálfur hefði átt erfitt með einbeitingu ef hann hefði verið í sporum Firmino.

„Ég spurði hann nokkrum sinnum hvort það væri eitthvað sem við gætum gert fyrir hann eða hvort það væri eitthvað sem ætti eftir að segja í þessu máli,“ sagði Klopp.

„Ég efaðist aldrei um að hann væri saklaus en ég hugsaði oft hversu langan tíma það tók að fá þetta á hreint. Ég hefði sjálfur verið í vandræðum og átt erfitt með einbeitingu í svona langan tíma.“

„Ég er mjög stoltur af því hvernig Firmino tók á þessu máli. Þetta sýnir hversu mikill atvinnumaður hann er. Hann er hreinræktaður knattspyrnumaður sem hugsar um leikinn og einbeitir sér að honum,“ sagði hann að lokum.


desktop