Klopp kennir deildarbikarnum um slæmt gengi

Jurgen Klopp telur að ástæðan fyrir hruni Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sé deildarbikarinn.

Liverpool fór í undanúrslit deildarbikarsins þar sem liðið féll úr leik gegn Southampton.

Klopp telur að þessir aukaleikir hafi haft áhrif á Liveprool í deildinni.

,,Í desember og janúar þá slapp ekki einu sinni Chelsea við meiðsli en þeir gátu spilað á sama liði,“ sagði Klopp.

,,Þeir yfirgáfu deildarbikarinn áður en hann byrjaði, ég man ekk eftir leik hjá þeim þar. Þeir vildu ekki vera með þar.“

,,Ég ræddi við Antonio Conte lengi á Anfield og hann talaði um leikjaálagið en sagði að hann gæti alltaf notað sömu 13-14 leikmennina. Það er stóri munurinn.“

,,Við gætum verið með tvö, þrjú eða fjögur stig meira.“


desktop