Klopp með færri stig en bæði Benitez og Rodgers eftir 78 leiki

Tottenham tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Harry Kane og Heung-Min Son komu Tottenham yfir snemma leiks áður en Mohamed Salah minnkaði munn fyrir Liverpool um miðjan fyrri hálfleikinn.

Dele Alli skoraði svo þriðja mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og Harry Kane bætti við fjórða markinu í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur því 4-1 fyrir Tottenham.

Varnarleikur Liverpool var vægast sagt skelfilegur í dag og voru stuðningsmenn Liverpool allt annað en sáttir í leikslok.

Jurgen Klopp er vinsæll á Anfield en athygli vekur að hann er með færri stig en bæði Rafa Benitez og Brendan Rodgers eftir fyrstu 78 leiki sína í deildinni.


desktop