Klopp segir lausnina ekki að kaupa leikmenn

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir lausnina á slökum varnarleik liðsins ekki vera að kaupa leikmenn.

Varnarleikur Liverpool hefur verið mikill hausverkur eftir að Klopp tók við liðinu.

Honum hefur ekki tekist að bæta varnarleik liðsins en stuðnignsmenn hafa kallað eftir nýjum varnarmönnum.

Klopp hafði áhuga á Virgil van Dijk í sumar en tókst ekki að kaupa hann frá Southampton.

,,Þið eruð alltaf að leita að því sama, þegar rætt er um varnarleik okkar þá er alltaf talað um að við höfum ekki keypt þennan eða hinn,“ sagði Klopp.

,,Ef þessi vandamál væru leyst með einum leikmanni þá hefðum við sett allan okkar pening í það í sumar.“


desktop