„Klopp skildi ekki stærðina á grannaslagnum“

Phil Thompson sérfræðingur Sky Sports segir að Jurgen Klopp stjóri Liverpool hafi vanmetið grannaslaginn í gær.

Klopp hvíldi Philippe Coutinho, Roberto Firmino og fleiri menn í 1-1 jafntefli gegn Everton í gær.

Það vakti síðan athygli þegar hann kipti Mohamed Salah af velli.

,,Við sem stuðningsmenn Liverpool höfum rætt um þessa aðferð Klopp síðustu vikur og hún hefur virkað, þetta var grannaslagur. Þá spilar þú þínu besta liði,“ sagði Thompson

,,Liðsvalið bjó til áhyggjur hjá mér, hann skildi ekki hversu stór leikur þetta var. Hann fór með lið til að vinna leik gegn liði um miðja deild frekar en að horfa á þetta sem grannaslag.“

,,Ef þetta hefði verið Manchester United þá hefði hann spilað sínu sterkasta liði, þetta var vanmat.“


desktop