Klopp telur að meiðsli hafi gert út um vonir Liverpool á titli

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að liðið hefði getað barist um sigur í ensku úrvalsdeildinni ef ekki hefði verið fyrir meiðsli.

Klopp og félagar hafa misst Sadio Mane, Philipee Coutinho, Adam Lallana og Jordan Henderson út á þessu tímabili í einhvern tíma.

Klopp telur að ef það hefði ekki gerst hefði Liverpool átt möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn.

,,Meiðslavandræði okkar hafa gert okkur erfitt fyrir, ég held að allir séu sammála um að við hefðum getað gert þetta áhugavert ef fyrstu 12-13 leikmennirnir okkar hefðu verið heilir,“ sagði Klopp.

,,Þetta hefði orðið mjög áhugavert, það skiptir samt ekki máli því við vitum ekki hvað hefði gerst og við getum ekki farið ti baka.“


desktop