Klopp útskýrir af hverju hann gat ekki horft á vítaspyrnu Milner gegn City

Manchester City tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Það var James Milner sem kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu á 51 mínútu en Sergio Aguero jafnaði metin fyrir City á 69 mínútu og þar við sat.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool ákvað að snúa baki í völlinn þegar Milner steig á punktinn en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórinn á erfitt með að horfa á vítaspyrnur sinna manna.

„Ég horfi ekki oft á vítaspyrnur minna manna.“

„Ég er ekki hjátrúafullur maður en þegar að við eigum vítaspyrnur þá fer allt á flug hjá mér.“

„Þegar Milner er á punktinum þá er þetta ekki vandamál. Ég þarf ekki að horfa, ég nýt þess bara að heyra lætin þegar að hann er búinn að skora. Það er allt í góðu.“


desktop