Klopp veit ekkert um framtíð Mignolet

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segist ekki vita hvort Simon Mignolet verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Loris Karius hefur eignað sér stöðuna í markinu og er Klopp hættur að skipta leikjum á milli þeirra.

Karius mun standa í markinu gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld samkvæmt fréttum en ensk blöð búast við því að Mignolet verði seldur í sumar.

,,Það veit enginn neitt um framtíðina, ekki ég alla vegana,“ sagði Klopp.

,,Það er ekki fyrir mig að hugsa um svona hluti, ég tek ákvörðun fyrir leikinn gegn Porto. Það er ekkert vandamál.“


desktop