Klopp veit hvað Gylfi er góður – Fæddur til að gera gott úr föstum leikatriðum

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er stressaður fyrir föstum leikatriðum Everton sem Gylfi Þór Sigurðsson mun taka í grannaslagnum.

Klopp og félagar taka á móti Everton á sunnudag og Klopp veit hversu góður Gylfi er.

,,Þetta er alvöru vika fyrir okkur, leikur gegn Brighton á útivelli og úrslitaleik gegn Spartak Moskvu. Það er svo grannslagur gegn Everton sem er með nýjan stjóra. Allardyce er reyndur stjóri, ég hef verið hérna í tvö ár en mætt honum með þremur mismunandi liðum,“ sagði Klopp.

,,Það er alltaf erfitt að spila á móti Allardyce og liði hans, ég reikna með skipulögðu liði sem er gott í föstum leikatriðum.“

,,Gylfi er fæddur til að gera gott úr föstum leikatriðum, það verður barátta um seinni boltann. Við verðum að vera klárir í hörku.“


desktop