Koeman ætlar að halda Lukaku

Ronald Koeman, stjóri Everton ætlar sér ekki að leyfa Romelu Lukaku, framherja liðsins að fara í sumar.

Lukaku vill ekki skrifa undir nýjan samning við Everton og vonast til þess að komast burt í sumar.

„Hann er betri framherji fyrir liðið núna en hann var á síðustu leiktíð.“

„Það kemur ekki til greina að hann fari í sumar, hann er samningsbundinn félaginu og fer ekki fet.“


desktop