Koeman er að leita að leikmönnum í stöðu Barkley

Ronald Koeman, stjóri Everton, veit enn ekki hvort Ross Barkley sé á förum frá félaginu eða ekki.

Koeman var í dag spurður hvort hann hefði mikla trú á því að Barkley myndi framlengja samning sinn og var svar hans einfalt.

,,Nei. Ég ræddi við leikmanninn og stjórnin talaði við umboðsmann hans. Ég veit ekki hvort hann hafi svarað,“ sagði Koeman.

,,Við munum halda áfram og leita að leikmönnum í þessari stöðu. Ef hann verður áfram hér þá verður meiri samkeppni.“

,,Ég hef engar áhyggjur því ég vil þjálfa leikmenn sem vilja spila. Ef þú býður leikmanni nýjan samning þá viltu halda honum.“


desktop