Koma þrír leikmenn fyrir 120 milljónir punda til Chelsea?

Roman Abramovich eigandi Chelsea er klár í að eyða 120 milljónum punda á næstu dögum.

Chelsea ætlar að byrja á að reyna að kaupa Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal.

Antonio Conte telur að Chamberlain geti hjálpað liðinu með stöðu vængbakvarðar.

Þá vill Conte að Virgil van Dijk verði keyptu frá Southampton en hann gæti kostað um 70 milljónir punda.

Van Dijk vill burt frá Southampton en Manchester City og Liverpool hafa líka áhuga.

Þá vill Conte að Danny Drinkwater komi frá Leicester til að styrkja miðsvæðið sitt.


desktop