Leicester og Stoke gerðu jafntefli í hörkuleik

Leicester 1 – 1 Stoke
0-1 Xherdan Shaqiri (43′)
1-1 Jack Butland (sjálfsmark 70′)

Leicester tók á móti Stoke City í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Það var Xherdan Shaqiri sem skoraði fyrsta mark leiksins á 43. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Jack Butland skoraði hins vegar ansi klaufalegt sjálfsmark á 70. mínútu og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Leicester er áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 36 stig en Stoke er sem fyrr í nítjánda sætinu með 26 stig.


desktop