Leicester sagt bjóða Gylfa hærri laun en Everton

Samkvæmt frétt Daily Mail er Leicester að bjóða Gylfa Þór Sigurðssyni betri laun en Everton.

Mail segir í dag að Leicester sé tilbúið að greiða Gylfa 125 þúsund pund á viku.

Sagt er að Gylfi sé með í kringum 70 þúsund pund á viku í dag hjá Swansea og því yrði launahækkunin mikil.

Everton og Leicester vilja kaupa Gylfa frá Swansea en liðið í Wales heimtar 50 milljónir punda fyrir kappann.

Flestir telja að Gylfi fari til Everton en hann fór ekki með Swansea í æfingaferð um síðustu helgi.

Gylfi er 27 ára gamall og var frábær með Swansea á síðustu leiktíð.


desktop