Leikmaður Barcelona að snúa aftur til Liverpool?

Javier Mascherano, varnarmaður Barcelona gæti verið að snúa aftur til Liverpool en það er Mirror sem greinir frá þessu í dag.

Samingur hans við Barcelona rennur út næsta sumar og er honum því frjálst að ræða við önnur lið í janúar á næsta ári.

Hann hefur verið orðaður við PSG að undanförnu sem og River Plate, uppeldisfélag sitt í Argentínu.

Mascherano gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool árið 2010 en hann var algjör lykilmaður í liðinu þegar hann fór.

Hann spilaði 94 leiki með liðinu á sínum og skoraði 1 mark.


desktop