Leikmaður Barcelona sagður vera búinn að kaupa sér hús í London

Arda Turan, miðjumaður Barcelona er sagður vera búinn að kaupa sér hús í London, mjög nálægt Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Það eru tyrkneskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag en Turan hefur ekki tekist að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði Börsunga síðan hann kom til félagsins frá Atletico Madrid.

Turan hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að undanförnu en hann er nú sagður íhuga framtíð sína.

Tyrkinn hefur samt sem áður átt gott tímabil með Barcelona og hefur nú skorað 13 mörk fyrir liðið í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Chelsea er sagt ætla að styrkja sig duglega næsta sumar en það getur fátt komið í veg fyrir það að liðið leiki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.


desktop