Leikmaður Liverpool játar að hafa ráðist á kærustu sína

Jon Flanagan varnarmaður Liverpool hefur játað því að hafa ráðist á kærustu sína þann 22 desember.

Flangan mætti fyrir dómara í dag þar sem hann játaði brotið sitt.

Varnarmaðurinn réðst á Rachael Wall en þau hafa verið kærustupar í dágóðan tíma.

Þessi 25 ára leikmaður mun fá að vita dóm sinn þann 17 janúar þegar hann kemur aftur fyrir framan dómara.

Verandi Flangana benti á það að þau hefðu verið undir áhrifum áfengis og að þetta væri í fyrsta sinn sem ofbeldi væri í sambandi þeirra.

Á myndbandsupptökum í miðborg Liverpool sést Flanagan ítrekað ráðast á hana og meðal annars sparka í hana.


desktop