Leikmaður Liverpool skaut létt á United eftir úrslit kvöldsins

Manchester United tók á móti Sevilla í síðar leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Það var Wissam Ben Yedder sem skoraði bæði mörk Sevilla í kvöld en Romelu Lukaku minkkaði muninn fyrir United í stöðunni 2-0.

United er því úr leik í Meistaradeildinni í ár en Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool notaði tækifærið og skaut létt á United eftir úrslit kvöldsins.

„Get ekki beðið eftir drættinum í 8-liða úrslitin,“ setti Salah á Twitter, stuttu eftir að flautað hafði verið til leiksloka á Old Trafford.

Færsluna sem hann setti inn má sjá hér fyrir neðan.


desktop