Leikmaður Real Madrid var ástæðan fyrir því að Owen fór United

Michael Owen fór til Manchester United árið 2009 en félagaskiptin voru umdeild á sínum tíma enda var hann vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir tíma sinn þar.

Hann skoraði 17 mörk í 52 leikjum fyrir félagið en hann kom til liðsins frá Newcastle þar sem hann náði sér aldrei á strik vegna meiðsla.

Owen var ekki skotmark númer eitt hjá félaginu þegar hann kom en Sir Alex Ferguson, stjóri United vildi fá Karim Benzema frá Lyon.

„Ég þakka Benzema fyrir það að ég endaði á að fara til Manchester United,“ sagði Owen í samtali við Canal+.

„Hann var leikmaðurinn sem stjórinn vildi fá en þeim tókst ekki að landa honum og þá vantaði þeim framherja,“ sagði Owen að lokum.


desktop