Leikmaður United segir að Klopp hafi bjargað ferlinum hjá sér

Henrikh Mkhitaryan, sóknarmaður Manchester United segir að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hafi bjargað ferlinum hjá sér á sínum tíma.

Það var Klopp sem keypti Mkhitaryan til Borussia Dortmund á sínum tíma en hann kom til félagsins frá Shakhtar Donetsk árið 2013.

United keypti hann svo síðasta sumar en hann átti ekki fast sæti í liðinu á síðustu leiktíð.

„Þegar að ég kom til Dortmund, þá sagði Klopp mér hætta að hugsa um fótbolta allan daginn, það væri ekki heilbrigt. Ég áttaði mig ekki á því hvað hann var að tala um á þessum tíma en í dag skil ég hann mjög vel og ég er breyttur maður í dag, hann bjargaði ferlinum hjá mér ef svo má að orði komast.“

„Ég er mjög þakklátur Klopp fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hann bætti mig ekki bara sem leikmann heldur gerði hann mig líka að betri persónu. Hann hjálpaði mér líka með líkamsstand mitt og hann kom mér í alvöru form.“

„Ég var mjög stressaður á ákveðnum tímapunkti með Dortmund því við vorum ekki að spila vel. Klopp hjálpaði mér mikið á þeim tíma. Hann sagði mér að bera höfuðið hátt og halda áfram, því góðir hlutir myndu gerast. Hann gerði mig að betri leikmanni.“


desktop