Leikmenn Leicester lásu á netinu að Shakespeare hafi verið rekinn

Craig Shakespeare var í dag rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Leicester eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Shakespeare tók við Leicester á síðustu leiktíð þegar Claudio Ranieri var rekinn úr starfi.

Stjórn Leicester náði ekki að láta leikmenn félagsins vita áður en fréttirnar komust á veraldarvefinn.

Leikmenn Leicester lásu það því á netinu að búið væri að reka Shakespeare úr starfi.

Leikmenn Leiester bíða nú fregna eftir því um það hver tekur við liðinu.


desktop