Leipzig staðfestir að Keita fari ekki til Liverpool í janúar

RB Leipzig í Þýskalandi hefur gefið það út að Naby Keita fari ekki til Liverpool í janúar.

Liverpool hefur reynt að flýta kaupum sínum á Keita en hann kemur til félagsins næsta sumar.

Liverpool mun þá greiða 66 milljónir punda fyrir miðjumanninn en félagið reyndi að fá hann nú í janúar.

Þýska félagið vill hins vegar ekki leyfa Keita að fara og gaf það formlega út í dag.

Líkur eru á að Jurgen Klopp reyni því að styrkja lið sitt með öðrum leiðum.


desktop